Árni Björnsson
Útlit
Árni Björnsson (f. 16. janúar 1932) er íslenskur þjóðháttafræðingur. Hann var forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands frá 1969 til 2002. Hann er einkum þekktur fyrir skrif sín um íslenskar hátíðir og tyllidaga og siði og þjóðtrú sem tengjast þeim. Þekktasta verk hans er líklega Saga daganna (1977) en sú bók er jafnframt doktorsritgerð hans, sem hann varði 1993.
Í tilefni af 85 ára afmæli Árna 2017 var mikið greinasafn eftir hann gefið út á bók undir nafninu Í hálfkæringi og alvöru. Þar eru þættir um fræði, skáldlist, menningarsögu, heimsmálin og einkennilega menn. Bókin er 848 síður að stærð og gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Helstu rit
[breyta | breyta frumkóða]- Jól á Íslandi - 1963
- Saga daganna (fyrri gerð) - 1977
- Icelandic Feasts and Holidays - 1980
- Merkisdagar á mannsævinni (fyrri gerð) 1981
- Í jólaskapi - Myndir eftir Hring Jóhannesson 1983
- Gamlar þjóðlífsmyndir - ásamt Halldóri J. Jónssyni 1984
- Þorrablót á Íslandi - 1986
- Íslandsmyndir Mayers - ásamt Ásgeiri S. Björnssyni 1986
- Hræranlegar hátíðir - 1987
- Eyjar í Snæfellsnes- og Dalasýslu - Árbók Ferðafélags Íslands 1989
- Íslenskt vættatal - 1990
- Saga daganna - doktorsrit 1993
- High Days and Holidays in Iceland - 1995
- Merkisdagar á mannsævinni - lengri gerð 1996
- Dalaheiði - Árbók Ferðafélags Íslands 1997
- Wagner og Völsungar - 2000
- Saga jólanna - 2006
- Í Dali vestur - Árbók Ferðafélags Íslands 2011
- Sigursveinn, baráttuglaður brautryðjandi. Ævisaga Sigursveins D. Kristinssonar - 2017
- Í hálfkæringi og alvöru. Þættir um fræði, skáldlist, menningarsögu, heimsmálin og einkennilega menn í 85 ár - Afmælisrit 2017
- „Um vésögn Sóleyjarkvæðis“ - Í bókinni Sóley sólufegri í ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur 2017
- Söguslóðir í Dölum - 2020
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Ritaskrá Árna Björnssonar – Af vef Þjóðminjasafns[óvirkur tengill]
- Kynning á bókinni Saga jólanna Geymt 14 desember 2009 í Wayback Machine
- Framlag ÁB til Árbóka Ferðafélags Íslands – Af vef Ferðafélagsins[óvirkur tengill]
- Árni Björnsson: Hljóðritasafnið í Berlín og Jón Leifs Geymt 6 september 2007 í Wayback Machine
- Úr Sögu daganna. – Af Visir.is Geymt 13 desember 2010 í Wayback Machine
- Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað - Vísindavefur